Um okkur
Velkomin til ForMotion Stoðtækjaþjónustu
Við vinnum með stoðtæki og spelkur í gegnum einstaklingsmiðaða og persónulega þjónustu. Það hefur veitt okkur innblástur að nýrri nálgun okkar á þjónustu við viðskiptavini. Við sameinum frumkvöðlaanda og þjónustu í okkar nærumhverfi með aðgengi að alþjóðlegri nýsköpun. Við tökumst á við tilfinningalegar áskoranir af umhyggju og virðingu. Við skiljum og tökumst á við flækjustig þarfa þinna. Þetta er það sem drífur okkur áfram – að gera fleira fólki kleift að lifa lífi án takmarkana.
Breytingar
Önnur nálgun á stoðtækjaþjónustu
Allir stoðtækjaþjónustuaðilar okkar innan alþjóðlegs nets ForMotion vinna með sömu hugsjón að leiðarljósi:
Langtímasamstarf
Við byggjum upp traust tengsl við skjólstæðinga okkar og sameinum sérfræðiþekkingu, fagmennsku, hlýju og skilning til að styðja við hvert skref með persónulegri nálgun.
Samfélagið okkar
Við erum samfélag þar sem allir tilheyra, rótgróið í nærumhverfinu og hugsum vel um hvern og einn með hlýrri og persónulegri þjónustu.
Nýsköpun
Við leiðum breytingar með nýsköpun, setjum ný viðmið í heilbrigðisþjónustu og breytum sýn fólks á hreyfanleika með stoðtækjum, spelkum og öðrum stuðningsvörum.
Framtíðin
Rótgróin stoðtækjaþjónusta, alþjóðlegt teymi
ForMotion er alþjóðlegt net stoðtækjaþjónustuaðila í eigu Emblu Medical, móðurfélags Össurar. Nú sameinum við krafta í nýstárlegu samstarfi við alþjóðlegt teymi sérfræðinga í sama fagi. Þetta munun leiða til enn betri þjónustu við skjólstæðinga okkar hér á landi. Undir nýju nafni mun sama reynslumikla teymið veita þér ferska nálgun á persónulegri og faglegri þjónustu ásamt alhliða stoðtækjaþjónustu og sérfræðiráðgjöf við val og sérsmíði á stoðtækjum og spelkum.
Þjónusta
Nýtt nafn – Ný nálgun
Frá spelkum og stoðtækjum til sérhæfðrar meðferðar – við hjálpum þér að horfa fram á veginn, ná lengra og taka þátt í daglegu lífi. Forvitni knýr okkur í samskiptum við hvern einstakling, og við trúum því að það séu litlu hlutirnir sem gera stærsta muninn. Við hlustum vel á þínar þarfir og markmið. Þetta gerir okkur kleift að veita þér betri upplifun. Okkar nálgun aðstoðar við að bæta hreyfigetu og lífsgæði fólks á öllum aldri. Markmiðið með þjónustu okkar er að hjálpa þér að lifa betra lífi.