Spelkur
Efri líkami
Neðri líkami
Mjöðm
Hné
Fætur og ökklar
Hafðu samband
Lausnir
Stoðtækjaþjónusta fyrir hné
Við getum við aðstoðað þig ef þú ert með verki í hné. Hvort sem um er að ræða meiðsli eða langvinnt ástand eins og slitgigt eða heilalömun (CP), getum við m.a. hjálpað þér að auka stöðugleika, draga úr álagi, leiðrétta skekkjur og bæta hreyfigetu. Stoðtækjafræðingar okkar vinna með þér til að skilja þarfir þínar og finna lausn sem hentar þér best.
Verkir í hné
Verkir í hné – mögulegar orsakir
Hér eru nokkrar algengar ástæður sem geta valdið verkjum í hné.
Schlatter-sjúkdómur
Schlatter-sjúkdómur, einnig þekktur sem Osgood-Schlatter, er algengur hjá börnum og unglingum á aldrinum 8–15 ára, sérstaklega þeim sem eru líkamlega virkir. Hann veldur tímabundnum verkjum og bólgu í hné og hverfur oft eftir kynþroskaskeið unglingsáranna.
Patellar sinabólga
Patellar sinabólga, oft kölluð stökkvarahné eða hopparahné, einkennist af bólgu eða ertingu í hnésin. Þetta er algengt hjá íþróttafólki sem stundar íþróttir með miklum stökkum, eins og körfubolta og blaki. Ef ekki er brugðist við getur sinin rifnað.
Slitgigt í hné
Slitgigt í hné er hrörnunarsjúkdómur sem stafar af stigvaxandi niðurbroti á brjóski í hnéliðnum og er algengasta tegund gigtar í hné. Einkenni eru langvarandi verkir, bólga og stirðleiki.
Krossbandameiðsli
Framkrossband (ACL) og aftari krossband (PCL) stjórna fram- og afturhreyfingu hnéliðsins og veita snúningsstöðugleika. Meiðsli í þessum böndum stafa oft af snöggum stefnubreytingum, óþægilegum lendingum, miklum snúningi eða höggi á hné. Algengt hjá íþróttafólki í fótbolta, körfubolta, handbolta og íshokkí. Einkenni eru miklir verkir og veikleiki eða óstöðugleiki í hnéliðnum.
Hliðarbandsmeiðsli
Miðlæga liðbandið (MCL) og hliðlæga liðbandið (LCL) stjórna hreyfingu til hliðar og veita mikilvægan stöðugleika í hnéliðnum. Meiðsli í þessum liðböndum stafa oft af snöggum stefnubreytingum, óþægilegum lendingum, miklum snúningi eða höggi á hné. Einkenni eru miklir verkir og óstöðugleiki í liðnum.
Spelkur
Hnéspelkur
Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af hnéspelkum sem veita stöðugleika og stuðning við hnéð. Þær auðvelda gang, stigaferðir og hreyfingu í daglegu lífi.
Stoðtækjafræðingar okkar finna þá lausn sem hentar best þér og þínum aðstæðum. Rétt stærð, stuðningur og þægindi skipta miklu máli. Sumar spelkur eru dregnar upp á fótin, aðrar festar með frönskum rennilás eða öðrum festingum. Vel stillt hnéspelka dregur úr verkjum, veitir stöðugleika og hjálpar þér að hreyfa þig meira frjálslegra á meðan þú byggir upp styrk á ný.
Stoðtækjafræðingar okkar finna þá lausn sem hentar best þér og þínum aðstæðum. Rétt stærð, stuðningur og þægindi skipta miklu máli. Sumar spelkur eru dregnar upp á fótin, aðrar festar með frönskum rennilás eða öðrum festingum. Vel stillt hnéspelka dregur úr verkjum, veitir stöðugleika og hjálpar þér að hreyfa þig meira frjálslegra á meðan þú byggir upp styrk á ný.
KAFO – spelkur
Hver KAFO spelka (Knee-Ankle-Foot) er sérhönnuð fyrir einstaklinginn til að tryggja hámarks stuðning og stöðugleika. Spelkan er fest rétt ofan við hné og hönnuð til að stýra hreyfingu, koma í veg fyrir meiðsli, veita stuðning eða draga úr álagi. Hvort sem þú þarft stuðning við að standa eða ganga, mun ForMotion stoðtækjafræðingur sjá til þess að KAFO spelkan passi rétt og virki eins og hún á að gera.
Gott að vita
Hámarkaðu árangur með spelkunni þinni
Skór og sokkar
KAFO spelkur eru hannaðar til að vera notaðar með skóm – sumar gerðir geta þó verið festar utan á skóinn. Þú gætir þurft skó sem eru aðeins stærri en venjulega. Skór með reimum eða frönskum rennilás eru bestir, þar sem þeir veita aukið rými og tryggja að spelkan haldist stöðug. Mikilvægt er að nota alltaf skó með KAFO spelku, þar sem hún er mótuð eftir hælkappa skósins – án skó getur spelkan veitt rangan stuðning og álag. Ef þú skiptir um skó, tryggðu að hælkappinn sé svipaður að hæð.
Stoðtækjafræðingurinn þinn getur aðstoðað við val á réttum skóm. Mælt er með að nota sokk undir spelkuna – sérstaklega ef þú upplifir raka eða svita. Hvenær og hversu oft þú notar spelkuna fer eftir meiðslum eða ástandi sem þú ert að fást við.
Stoðtækjafræðingurinn þinn getur aðstoðað við val á réttum skóm. Mælt er með að nota sokk undir spelkuna – sérstaklega ef þú upplifir raka eða svita. Hvenær og hversu oft þú notar spelkuna fer eftir meiðslum eða ástandi sem þú ert að fást við.
Athugaðu þrýstingsmerki
KAFO spelkur geta skilið eftir rauð merki þar sem þær veita mestan stuðning. Þessi merki ættu að hverfa innan 20–30 mínútna eftir að spelkan er tekin af.
Fylgstu með þessum svæðum yfir daginn þegar þú ert að venjast nýrri spelku til að forðast húðskemmdir og haltu áfram að fylgjast með þeim reglulega — sérstaklega ef þú ert með sykursýki eða skerta tilfinningu. Hafðu samband við ForMotion sérfræðing ef þú upplifir húðvandamál.
Fylgstu með þessum svæðum yfir daginn þegar þú ert að venjast nýrri spelku til að forðast húðskemmdir og haltu áfram að fylgjast með þeim reglulega — sérstaklega ef þú ert með sykursýki eða skerta tilfinningu. Hafðu samband við ForMotion sérfræðing ef þú upplifir húðvandamál.
Hreinsun og umhirða spelkunnar
KAFO spelkur eru einstaklingsgerðar úr efnum eins og plasti, leðri, koltrefjum og málmi:
- Plast: Þrífið með mildri sápu og vatni eða spritti – forðist mikinn hita og sterk leysiefni.
- Leður: Þurrkið með rökum klút og þurrkið strax – ekki bleyta eða hita leðrið.
- Koltrefjar: Þurfa lítið viðhald, má þrífa með mildri sápu eða spritti. Fylgist með slitnun eða skemmdum.
- Málmur: Þurrkið með rökum klút. Smyrjið liði með sýrufrírri olíu (t.d. saumavélarsmurningu) til að viðhalda hreyfanleika.
Þjónusta
Við tökum mið af þínum þörfum
Hjá ForMotion Stoðtækjaþjónustu tökum við mið af þínum þörfum, markmiðum og líkamlegri getu - sem við vitum að getur breyst með tímanum.
Tímapantanir
Það er auðvelt að panta tíma hjá sérfræðingum okkar hjá ForMotion Stoðtækjaþjónustu.
Stillingar og aðlögun
Við tryggjum að stoðtækið þitt passi sem best og bjóðum upp á reglulegar stillingar eftir þörfum.
Greiðsluþátttaka
Við svörum með ánægju öllum spurningum um kostnað við kaup á stoðtækjum.
Tilvísanir
Hafðu samband við ForMotion Stoðtækjaþjónustu til að sjá hvort þú þarft tilvísun fyrir þá þjónustu sem þú óskar eftir.
FAQ
Algengar spurningar
Við höfum tekið saman svör við algengustu spurningunum um stoðtækjaþjónustu okkar og þá sérfræðiráðgjöf sem við bjóðum upp á.
Hvernig panta ég tíma?
Til þess að panta tíma hjá stoðtækjafræðingi getur þú sent okkur tölvupóst eða haft samband við okkur í síma 515 1300.
Þarf ég tilvísun frá lækninum mínum til að heimsækja ForMotion Stoðtækjaþjónustu?
Til að eiga rétt á greiðslu eða endurgreiðslu þarftu tilvísun frá lækni eða sérfræðingi. Ef þú ert að leita að hjálpartækjum sem þú ætlar að borga fyrir sjálfur er tilvísun ekki nauðsynleg.
Við hverju get ég búist við í minni fyrstu heimsókn?
Fyrsta heimsókn þín til ForMotion Stoðtækjaþjónustu mun byrja með viðtali. Við munum spyrja þig spurninga um hvernig þér líður og hverju þú vilt áorka með því að vinna með okkur. Þetta hjálpar okkur að átta okkur á þínum þörfum og hefja samtal um hvaða lausn gæti hentað þér best. Eftir stutta líkamlega skoðun gætum við tekið gifsafsteypu, þrívíddarskönnun eða aðrar mælingar, allt eftir því hvaða lausn þú þarft og hentar þér. Við höfum fjölda lausna á lager hjá okkur, en ef við þurfum að búa til sérsniðna lausn, munum við skipuleggja tíma fyrir þig til að prófa hana og fá hana rétt stillta af stoðtækjafræðingi.
Hvers konar greiðslumáta samþykkið þið?
Þú getur greitt með reiðufé, debetkorti eða kreditkorti hjá okkur. Í mörgum tilfellum greiða Sjúkratryggingar Íslands hluta af kostnaði við kaup á hjálpartækjum, en til þess þarf að fá "Umsókn um styrk til kaupa hjálpartækis" útfyllta af lækni. Við erum með samning við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) varðandi kaup á stoðtækjum og spelkum. Sérfræðingar okkar leiðbeina fúslega um val á stuðningstækjum, m.a. með tilliti til samnings SÍ.
Upplýsingar
Gagnlegar upplýsingar
Við gerum okkur grein fyrir því að það getur verið erfitt eða ruglingslegt að finna rétta hjálpartækið. Þú getur fundið gagnlegt efni hér á síðunni okkar og ekki hika við að hafa samband við okkur til að fá svör við spurningum þínum. Við erum hér til að leiðbeina þér í gegnum allt ferlið.
Staðsetning
Hvar er ForMotion Stoðtækjaþjónusta til húsa?
Verið velkomin til okkar að Grjóthálsi 1-3, við erum með opið alla virka daga frá 08:30 – 16:00.