Lífið hjá ForMotion
Að starfa á ForMotion Stoðtækjaþjónustu er meira en bara vinna – það er tækifæri til að leggja sitt af mörkum og hafa raunveruleg áhrif. Skjólstæðingar okkar treysta á að við hjálpum þeim að endurheimta sjálfstæði sitt og hreyfifrelsi, og það er það sem hvetur okkar áfram á hverjum degi.
Teymið hjá ForMotion er samstillt og ástríðufullt þegar kemur að því að veita skjólstæðingum okkar bestu mögulegu þjónustu. Persónuleg nálgun, hlý samskipti og traustur stuðningur gera okkur að leiðandi fyrirtæki í greininni.
Markmið okkar er að veita viðskiptavinum okkar bestu mögulegu þægindi og hreyfigetu, svo þeir geti lifað þeim lífsstíl sem hentar þeim.
Teymið hjá ForMotion er samstillt og ástríðufullt þegar kemur að því að veita skjólstæðingum okkar bestu mögulegu þjónustu. Persónuleg nálgun, hlý samskipti og traustur stuðningur gera okkur að leiðandi fyrirtæki í greininni.
Markmið okkar er að veita viðskiptavinum okkar bestu mögulegu þægindi og hreyfigetu, svo þeir geti lifað þeim lífsstíl sem hentar þeim.
Mannauður
Lífið hjá ForMotion
Þar sem fólk er alltaf í fyrsta sæti!
Meira en starf
Að ganga til liðs við ForMotion er meira en að sinna starfi. Þetta snýst um áhrifin sem við getum haft. Fólkið sem við hjálpum treystir á okkur til að styðja það í að öðlast frelsi og sjálfstæði í daglegu lífi. Þetta traust hvetur okkur áfram til að leggja okkur fram og knýr áfram okkar ástríðu fyrir því að hjálpa öðrum.
ForMotion teymið brennur fyrir því að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu. Með persónulegum og einstaklingsmiðuðum samskiptum og stuðningi, sköpum við raunverulegar breytingar í lífi fólks – og það hefst með því að setja manneskjuna í fyrsta sæti. Markmið okkar er að hjálpa viðskiptavinum að ná meiri vellíðan og hreyfigetu, svo þeir geti lifað því lífi sem þeir óska sér.
ForMotion teymið brennur fyrir því að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu. Með persónulegum og einstaklingsmiðuðum samskiptum og stuðningi, sköpum við raunverulegar breytingar í lífi fólks – og það hefst með því að setja manneskjuna í fyrsta sæti. Markmið okkar er að hjálpa viðskiptavinum að ná meiri vellíðan og hreyfigetu, svo þeir geti lifað því lífi sem þeir óska sér.
Vöxtur og starfsþróun
Við trúum því að þegar starfsfólkið okkar vex, þá vex ForMotion líka. Þess vegna erum við staðráðin í að skapa umhverfi þar sem nýjar hugmyndir, lærdómur og fagleg þróun dafna.
Hvort sem það felst í því að takast á við nýjar áskoranir eða efla færni þína, þá viljum við styrkja hvert einasta liðsfélaga til að nýta hæfileika sína til fulls. Við trúum að stöðug fagleg þróun sé lykillinn að bæði persónulegum og sameiginlegum árangri.
Hvort sem það felst í því að takast á við nýjar áskoranir eða efla færni þína, þá viljum við styrkja hvert einasta liðsfélaga til að nýta hæfileika sína til fulls. Við trúum að stöðug fagleg þróun sé lykillinn að bæði persónulegum og sameiginlegum árangri.
Samfélagsleg ábyrgð
Að leggja jákvætt af mörkum til samfélaganna sem við þjónustum er grundvallarhugmyndafræði hjá ForMotion. Give Back verkefnið er liður í því að gefa starfsfólki fyrirtækisins um allan heim tækifæri til að vinna einn dag á ári í sjálfboðavinnu á launum. Starfsfólk er þannig hvatt til að finna samtök eða félög sem þurfa á aðstoð að halda og leggja sitt af mörkum til samfélagsins.
Þetta er okkar leið til að hjálpa þér að gefa til baka á meðan við lifum eftir gildum okkar um samfélagslega ábyrgð.
Þetta er okkar leið til að hjálpa þér að gefa til baka á meðan við lifum eftir gildum okkar um samfélagslega ábyrgð.
Framtíðin þín byrjar hér
Viltu vera hluti af teymi okkar sem vinnur að því að bæta hreyfigetu fólks svo það geti lifað lífi án takmarkana? Við leitum að fólki sem er tilbúið að leggja sig fram, drifið áfram af samkennd, sýnir frumkvæði og er með jákvætt viðhorf.
Ef þú telur okkar vinnustað geta hentað þínum gildum, viðhorfi og hæfni, endilega sendu inn starfsumsókn í gegnum umsóknarkerfi fyrirtækisins.
Ef þú telur okkar vinnustað geta hentað þínum gildum, viðhorfi og hæfni, endilega sendu inn starfsumsókn í gegnum umsóknarkerfi fyrirtækisins.
Liðsheild
Betri saman
Markmið okkar er að bæta hreyfanleika fólks og að hjálpa fólki að lifa lífi án takmarkana. Við fögnum ólíkum hugmyndum, sjónarhornum og bakgrunni. Við viljum skapa menningu þar sem allir eru samþykktir og tilheyra, á sama tíma og við þjónum fjölbreyttu, alþjóðlegu samfélagi af stolti. Til að hafa áhrif á heiminn tökum við fagnandi á móti fjölbreytileikanum í honum.
Þekking
Alþjóðlegt net sérfræðinga
ForMotion er alþjóðlegt net stoðtækjaþjónustuaðila sem er í eigu Emblu Medical, leiðandi heilbrigðistæknifyrirtækis á sviði stoð- og stuðningstækja. Embla Medical er einnig móðurfélag Össurar.
Gildi
Gildin okkar
Í heimi stoðtækjaþjónustu skiptir máli að velja samstarfsaðila sem sameinar sérfræðiþekkingu, nýsköpun og persónulega umönnun. ForMotion er leiðandi á þessu sviði og býður upp á fjölbreytt úrval lausna sem eru sérsniðnar að þörfum hvers og eins. Hvort sem þú ert að jafna þig eftir meiðsli, glímir við langvinnan sjúkdóm eða vilt bæta hreyfigetu þína, erum við hjá ForMotion staðráðin í að styðja þig á leiðinni – með öryggi og sjálfstrausti í fyrirrúmi.
Heiðarleiki
Við sýnum virðingu með því að halda okkur við staðreyndir, standa við gefin loforð, uppfylla kröfur og viðurkenna mistök. Við stuðlum að heiðarlegum samskiptum innan fyrirtækisins m.a. með því að deila upplýsingum og bera virðingu fyrir ólíkum störfum hvers annars.
Hagsýni
Við notum fjármuni fyrirtækisins af skynsemi. Við höfum það að markmiði að halda kostnaði í lágmarki á öllum sviðum rekstursins með skilvirkum samskiptum, árangursríku skipulagi, stöðugum umbótum og bættum vinnuferlum.
Hugrekki
Við nýtum frelsi okkar til athafna, erum opin fyrir breytingum og keppum stöðugt að framförum. Við bjóðum óskrifuðum reglum birginn, sýnum frumkvæði og tökum meðvitaða áhættu. Jafnframt tökum við ábyrgð á hugmyndum okkar, ákvörðunum og athöfnum.
Laus störf
Viltu taka þátt í verkefnum með það að leiðarljósi að bæta hreyfanleika fólks?
Ef þú hefur brennandi áhuga á að ganga til liðs við teymi sem metur nýsköpun, samfélag og persónulegan vöxt mikils, skoðaðu þá laus störf og endilega sendu inn starfsumsókn í gegnum umsóknarkerfi fyrirtækisins.
Vinsamlegast athugið
Varist svikara sem þykjast vera ráðningarfulltrúar frá ForMotion eða Embla Medical.
Vinsamlegast verið sérstaklega varkár ef beðið er um viðkvæmar persónuupplýsingar, eins og kennitölu eða bankaupplýsingar. Við munum aldrei biðja þig um neina greiðslu í ráðningarferlinu. Notið alltaf opinberu vefsíðuna okkar.
Vinsamlegast verið sérstaklega varkár ef beðið er um viðkvæmar persónuupplýsingar, eins og kennitölu eða bankaupplýsingar. Við munum aldrei biðja þig um neina greiðslu í ráðningarferlinu. Notið alltaf opinberu vefsíðuna okkar.