Spelkur
Efri líkami
Höfuð og háls
Bak
Öxl
Olnbogi
Úlnliður og hendi
Neðri líkami
Hafðu samband
Lausnir
Stoðtækjaþjónusta fyrir úlnliði og hendur
Við bjóðum upp á fjölbreyttar lausnir fyrir folk sem þjáist af verkjum og óþægindum vegna sjúkdóma eins og liðagigtar, Ehlers-Danlos heilkennis, taugaskemmda eða slysa. Stoðtækjafræðingar okkar hafa mikla reynslu og munu vinna með þér til að skilja ástandið þitt og finna bestu mögulegu spelkulausnina sem hentar þínum þörfum.
Hvað veldur verkjum í úlnliðum og höndum?
Ef þú ert að glíma við verki í höndum getur verið erfitt að halda um hluti eða framkvæma dagleg verkefni. Hvort sem verkurinn stafar af meiðslum, slitgigt eða tilteknum sjúkdómi eins og sinaskeiðabólgu (carpal tunnel syndrome), er mikilvægt að hlusta á líkamann og leita réttrar meðferðar.
Einkenni verkja í höndum
Verkir í höndum geta stafað af ýmsum orsökum, þar á meðal meiðslum, slitgigt í þumli eða breytingum á byggingu handarinnar. Þessir verkir geta haft áhrif á daglegt líf og vinnu, og því er mikilvægt að bregðast við þeim tímanlega. Að hlusta á merki líkamans og leita aðstoðar getur haft veruleg áhrif á lífsgæði.
Meðferðarúrræði við verkjum í höndum
Fyrsta skrefið er að leita til læknis til að greina orsök verkjanna. Ef mælt er með spelku eða annari stuðningsvöru getur ForMotion veitt sérfræðiráðgjöf og sérsniðnar spelkulausnir.Spelkur fyrir hendur eru hannaðar til að veita stuðning, leiðrétta skekkjur og auka eða takmarka hreyfigetu eftir þörfum. Hvort sem þú þarft einfalda spelku eða sérsniðna lausn, vinna stoðtækjafræðingar okkar með þér að því að finna bestu mögulegu lausnina.
Sérstakar aðstæður: Sinaskeiðabólga og slitgigt í þumli
Sinaskeiðabólga, sem einkennist af dofa og verk í hendi, er hægt að meðhöndla með stífri úlnliðsspelku.
Við slitgigt í þumli, sem oft hefur áhrif á eldri einstaklinga, bjóðum við upp á spelkur sem draga úr verkjum, koma í veg fyrir skekkjur og styðja við þumalfingurliðinn.
Við slitgigt í þumli, sem oft hefur áhrif á eldri einstaklinga, bjóðum við upp á spelkur sem draga úr verkjum, koma í veg fyrir skekkjur og styðja við þumalfingurliðinn.
Spelkur
Spelkur fyrir úlnliði og hendur
Við bjóðum upp á spelkur fyrir úlnliði og hendur sem eru hannaðar til að styðja, styrkja, leiðrétta og hjálpa við bata. Stoðtækjafræðingar okkar aðstoða þig við að finna lausnina sem hentar þér best.
Úlnliðsspelkur
Ef þú ert með alvarlegan úlnliðsáverka eða þjáist af sjúkdómum eins og heilalömun, iktsýki, Ehlers-Danlos heilkenni eða vöðvarýrnun, getur sérsniðin úlnliðsspelka veitt stöðugleika og vernd og bætt hreyfigetu í daglegu lífi.
Spelkur fyrir fingur
Fingraspelkur eru hannaðar til að stöðga fingurliði, draga úr verkjum og bæta grip og fínhreyfingar. Þær eru oft notaðar við meðhöndlun á meiðslum, taugaskemmdum, afmyndunum eða sjúkdómum eins og liðagigt, slitgigt, ofhreyfanleika og Ehlers-Danlos heilkenni.
Spelkan getur verið hönnuð til að takmarka eða hvetja til hreyfingar eftir þörfum.
Spelkan getur verið hönnuð til að takmarka eða hvetja til hreyfingar eftir þörfum.
Gott að vita
Hámarksárangur með réttri spelku
Finndu rétta stærð og notkunarmöguleika
Stoðtækjafræðingar okkar vinna með þér til að tryggja að spelkan passi þægilega og veiti þann stuðning sem þú þarft. Hvenær og hversu oft þú notar spelkuna fer eftir áverkum eða ástandi. Við aðstoðum þig við að skilja hvernig best sé að nota spelkuna til að hámarka árangur.
Athugaðu hvort þrýstingsmerki komi fram
Fingraspelkur geta skilið eftir álagsbletti þar sem þær veita mestan stuðning, líkt og hringur. Þessir blettir ættu að hverfa innan 20–30 mínútna eftir að spelkan er tekin af. Sérstaklega ef þú ert með sykursýki eða skerta tilfinningu í húð, ættir þú að skoða þessi svæði reglulega til að forðast húðskemmdir. Hafðu samband við ForMotion stoðtækjafræðing ef þú upplifir húðvandamál.
Ræddu mögulegt ofnæmi
Silfrið sem notað er í mörgum fingraspelkum er sterling silfur 925, sem er án nikkels og talið ofnæmisvænt. Ofnæmi fyrir silfri er mjög sjaldgæft, en getur komið fyrir. Ef þú ert með þekkt ofnæmi skaltu ræða það við sérfræðing. Hafðu einnig samband ef þú upplifir húðskemmdir eða óþægindi.
Hreinsun og umhirða spelkunnar
Ef spelkan er úr plasti má hreinsa hana með vatni og sápu eða sótthreinsandi efni. Forðastu mikinn hita og notaðu ekki sterk leysiefni eins og bensín eða asetón. Ef spelkan er úr silfri eða öðrum málmum má hreinsa hana með vatni og sápu eða handspritti. Silfurspelkur ætti að hreinsa reglulega til að fjarlægja óhreinindi, sápu eða snyrtivörur sem geta ert húðina. Ef þörf er á sterkari hreinsun má nota silfurpúss eða tannkrem.
Þjónusta
Við tökum mið af þínum þörfum
Hjá ForMotion Stoðtækjaþjónustu tökum við mið af þínum þörfum, markmiðum og líkamlegri getu - sem við vitum að getur breyst með tímanum.
Tímapantanir
Það er auðvelt að panta tíma hjá sérfræðingum okkar hjá ForMotion Stoðtækjaþjónustu.
Stillingar og aðlögun
Við tryggjum að stoðtækið þitt passi sem best og bjóðum upp á reglulegar stillingar eftir þörfum.
Greiðsluþátttaka
Við svörum með ánægju öllum spurningum um kostnað við kaup á stoðtækjum.
Tilvísanir
Hafðu samband við ForMotion Stoðtækjaþjónustu til að sjá hvort þú þarft tilvísun fyrir þá þjónustu sem þú óskar eftir.
FAQ
Algengar spurningar
Við höfum tekið saman svör við algengustu spurningunum um stoðtækjaþjónustu okkar og þá sérfræðiráðgjöf sem við bjóðum upp á.
Hvernig panta ég tíma?
Til þess að panta tíma hjá stoðtækjafræðingi getur þú sent okkur tölvupóst eða haft samband við okkur í síma 515 1300.
Þarf ég tilvísun frá lækninum mínum til að heimsækja ForMotion Stoðtækjaþjónustu?
Til að eiga rétt á greiðslu eða endurgreiðslu þarftu tilvísun frá lækni eða sérfræðingi. Ef þú ert að leita að hjálpartækjum sem þú ætlar að borga fyrir sjálfur er tilvísun ekki nauðsynleg.
Við hverju get ég búist við í minni fyrstu heimsókn?
Fyrsta heimsókn þín til ForMotion Stoðtækjaþjónustu mun byrja með viðtali. Við munum spyrja þig spurninga um hvernig þér líður og hverju þú vilt áorka með því að vinna með okkur. Þetta hjálpar okkur að átta okkur á þínum þörfum og hefja samtal um hvaða lausn gæti hentað þér best. Eftir stutta líkamlega skoðun gætum við tekið gifsafsteypu, þrívíddarskönnun eða aðrar mælingar, allt eftir því hvaða lausn þú þarft og hentar þér. Við höfum fjölda lausna á lager hjá okkur, en ef við þurfum að búa til sérsniðna lausn, munum við skipuleggja tíma fyrir þig til að prófa hana og fá hana rétt stillta af stoðtækjafræðingi.
Hvers konar greiðslumáta samþykkið þið?
Þú getur greitt með reiðufé, debetkorti eða kreditkorti hjá okkur. Í mörgum tilfellum greiða Sjúkratryggingar Íslands hluta af kostnaði við kaup á hjálpartækjum, en til þess þarf að fá "Umsókn um styrk til kaupa hjálpartækis" útfyllta af lækni. Við erum með samning við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) varðandi kaup á stoðtækjum og spelkum. Sérfræðingar okkar leiðbeina fúslega um val á stuðningstækjum, m.a. með tilliti til samnings SÍ.
Upplýsingar
Gagnlegar upplýsingar
Við gerum okkur grein fyrir því að það getur verið erfitt eða ruglingslegt að finna rétta hjálpartækið. Þú getur fundið gagnlegt efni hér á síðunni okkar og ekki hika við að hafa samband við okkur til að fá svör við spurningum þínum. Við erum hér til að leiðbeina þér í gegnum allt ferlið.
Staðsetning
Hvar er ForMotion Stoðtækjaþjónusta til húsa?
Verið velkomin til okkar að Grjóthálsi 1-3, við erum með opið alla virka daga frá 08:30 – 16:00.