Stoðtæki
Efri útlimir
Neðri útlimir
Fyrir ofan hné
Fyrir neðan hné
Fætur og ökklar
Útlitsvörur
Hafðu samband
Neðri útlimir
Stoðtækjaþjónusta fyrir neðri útlimi
Hjá ForMotion Stoðtækjaþjónustu getur þú fengið aðstoð ef þú þarft á stoðtæki fyrir neðri útlimi að halda. Við styðjum við einstaklinga sem hafa gengist undir aflimun á fæti eða fótum vegna æðasjúkdóma, sykursýki, krabbameins eða slyss, eða sem þurfa stoðtækjalausn vegna meðfæddra eða áunninna afbrigða. Við bjóðum upp á stoðtækjalausnir fyrir neðri útlimi sem eru sérsniðnar að þínum lífsstíl, virkni sem og þeirri tegund aflimunar eða útlimamissis sem þú hefur.
Stoðtæki
Hvaða stoðtækjalausn hentar þér best?
Stoðtækjalausnin þín verður sérsniðin að þínum þörfum og kröfum. Nokkrir lykilþættir sem ráða vali á réttri lausn eru tegund útlimamissis, hreyfigeta og lífsstíll. Hér eru nokkur hugtök sem gagnast í samtali við stoðtækjafræðing hjá ForMotion:
Festing
Festingin tryggir að stoðtækið haldist örugglega á armstúfnum. Til eru mismunandi gerðir festinga, svo sem pinnalæsing, sogfesting, lofttæmi og líffræðileg festing. Stoðtækjafræðingurinn þinn mun aðstoða þig við að velja þá gerð sem hentar líkamsástandi þínu og hreyfiþörfum.
Hulsa
Hulsa er mótað nákvæmlega eftir lögun stúfsins og veitir nauðsynlegan stuðning og stöðugleika til að þú getir hreyft þig á sem þægilegastan hátt. Þar sem hulsan ber líkamsþyngdina þegar þú stendur eða hreyfir þig, er mikilvægt að það passi og sé þægilegt. Stoðtækjafræðingurinn þinn mun aðstoða við val og aðlögun.
Hnéliður
Ef útlimamissirinn er ofan við hné, mun stoðtækjalausnin innihalda hnjálið sem gerir þér kleift að beygja og rétta fótinn. hnjáliðurinn veitir einnig aukinn stöðugleika með því að dreifa líkamsþyngdinni jafnt um stoðtækið og minnka þannig óþægindi. Hnjáliðir geta verið Mekanískir, vökvastýrðir eða stýrðir með örgjörva (rafknúnir), og stoðtækjafræðingurinn þinn mun aðstoða við val á hentugustu lausninni.
Fótur
Fóturinn í stoðtækjalausninni veitir nauðsynlegan stuðning, stöðugleika og virkni. Eins og með aðra hluta stoðtækisins fer gerð og hönnun fótarins eftir hreyfiþörfum þínum og lífsstíl.
Sérsniðnar lausnir
Við hjá ForMotion vinnum með þér að því að þróa lausn sem styður við þína daglegu virkni og líðan.
Staðsetning
Hvar er ForMotion Stoðtækjaþjónusta til húsa?
Verið velkomin til okkar að Grjóthálsi 1-3, við erum með opið alla virka daga frá 08:30 – 16:00.