STOÐTÆKJAÞJÓNUSTA
Um ForMotion
Stoðtæki
Spelkur
Önnur þjónusta
Upplýsingar

Upplýsingar

Algengar spurningar
Hafðu samband
FAQ

Algengar spurningar

Við höfum tekið saman svör við algengustu spurningunum um þá sérfræðiráðgjöf og stoðtækjaþjónustu sem við bjóðum upp á. Ef þú finnur ekki það sem þú ert að leita að á þessari síðu, vinsamlegast hafðu samband við okkur hjá ForMotion Stoðtækjaþjónustu.

Tímapantanir

Hvernig panta ég tíma?

Til þess að panta tíma hjá stoðtækjafræðingi mælum við með því að hafa samband við okkur í síma 515 1300.

Við hverju get ég búist við í minni fyrstu heimsókn?

Fyrsta heimsókn þín til ForMotion Stoðtækjaþjónustu mun byrja með viðtali. Við munum spyrja þig spurninga um hvernig þér líður og hverju þú vilt áorka með því að vinna með okkur. Þetta hjálpar okkur að átta okkur á þínum þörfum og hefja samtal um hvaða lausn gæti hentað þér best. Eftir stutta líkamlega skoðun gætum við tekið gifsafsteypu, þrívíddarskönnun eða aðrar mælingar, allt eftir því hvaða lausn þú þarft og hentar þér. Við höfum fjölda lausna á lager hjá okkur, en ef við þurfum að búa til sérsniðna lausn, munum við skipuleggja tíma fyrir þig til að prófa hana og fá hana rétt stillta af stoðtækjafræðingi.

Hvað ætti ég að taka með mér í heimsóknina?

Ef þú ert með tilvísun eða lyfseðil frá lækni eða sérfræðingi, vertu viss um að hafa þau skjöl meðferðis í heimsóknina. Ef þú ert einnig með önnur viðeigandi læknisfræðileg gögn sem gætu hjálpað okkur að fá betri skilning á ástandi þínu, vinsamlegast taktu þau einnig með.

Hvernig afboða ég mig eða breyti tíma? 

Ef þú þarft að afboða eða breyta tímanum þínum, vinsamlegast hringdu í ForMotion Stoðtækjaþjónustu eins fljótt og auðið er - helst með að minnsta kosti 24 klukkustunda fyrirvara. Þetta mun hjálpa okkur að finna nýjan tíma fyrir þig og einnig gera upphaflega tímann þinn aðgengilegan öðrum.

Má ég koma fyrirvaralaust eða þarf ég að panta tíma?

Þér ert alltaf velkomið að heimsækja ForMotion Stoðtækjaþjónustu á opnunartíma ef þú hefur spurningar um almenna þjónustu okkar. Við getum veitt allar grunnupplýsingar um þjónustu okkar þegar þú kemur, en við getum ekki tryggt að stoðtækjafræðingur geti tekið á móti þeim sem koma án fyrirvara. Vinsamlegast pantaðu tíma til að forðast langan biðtíma og tryggja að við getum svarað spurningum þínum.

Þjónustur

Hvaða þjónustu bjóðið þið upp á hjá ForMotion Stoðtækjaþjónustu?

Við bjóðum upp á alhliða stoðtækjaþjónustu og sérfræðiráðgjöf í vali og sérsmíði á stoðtækjum og spelkum. Hafðu samband við ForMotion Stoðtækjaþjónustu til að fá frekari upplýsingar og panta tíma.

Bjóðið þið upp á stoðtæki?

ForMotion Stoðtækjaþjónusta sérhæfir sig í stoðtækjaþjónustu fyrir bæði efri og neðri útlimi. Við bjóðum upp á fjölbreytt vöruúrval fyrir einstaklinga sem hafa misst útlimi af völdum sjúkdóma eða slysa. Sérfræðingar okkar veita alhliða stoðtækjaþjónustu og sérfræðiráðgjöf í vali og sérsmíði á stoðtækjum sem passa þér og þínum þörfum – og hjálpa til að byggja upp styrk hreyfanleika og virkni.

Bjóðið þið upp á spelkur og aðrar stuðningsvörur?

ForMotion Stoðtækjaþjónusta býður upp á alhliða þjónustu og sérfræðiráðgjöf í vali og sérsmíði á spelkum og öðrum stuðningsvörum fyrir bæði fullorðna og börn. Við bjóðum upp á fjölbreytt vöruúrval af stuðningsvörum, skóm og innleggjum ásamt úrvali af spelkum fyrir axlir, olnboga, úlnliði, hné og ökkla. Sérfræðingar okkar munu vinna með þér til að skilja ástand þitt og markmið, og mæla með lausn sem hentar þér best.

Get ég látið gera við hjálpartækið mitt hjá ForMotion Stoðtækjaþjónustu?

Já, í mörgum tilfellum getur þú það. Hins vegar mælum við með því að hringja fyrst til að útskýra hvaða hjálpartæki þú þarft að gera við og hvað þarf að laga eða skipta út. Í gegnum síma getum við ákvarðað hvort enn sé hægt að gera við hjálpartækið og/eða metið hvort það eigi rétt á skipti eða endurgreiðslu. Ef svo er, þá munum við munum skipuleggja tíma fyrir þig eins fljótt og auðið er til að laga eða skipta út hjálpartækinu.

Tilvísanir

Getur ForMotion Stoðtækjaþjónusta hjálpað mér með tilvísun?

Því miður getum við ekki hjálpað þér með tilvísun þína. Við mælum með því að þú hafir samband við heimilislækninn þinn eða sérfræðing sem þú getur óskað eftir tilvísun á hjá. Í mörgum tilfellum greiða Sjúkratryggingar Íslands hluta af kostnaði við kaup á hjálpartækjum, en til þess þarf að fá "Umsókn um styrk til kaupa hjálpartækis" útfyllta af lækni. Við erum með samning við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) varðandi kaup á stoðtækjum og spelkum. Sérfræðingar okkar leiðbeina fúslega um val á stuðningstækjum, m.a. með tilliti til samnings SÍ.

Við getum aðstoðað og mælt með hæfum sérfræðingi sem þú getur óskað eftir tilvísun á hjá heimilislækninum þínum og leiðbeinum fúslega um val á stuðningstækjum, m.a. með tilliti til samnings SÍ. Athugið að aðeins er hægt að taka við tilvísunum frá lækni eða sérfræðilækni sem felur í sér greiningu og tilgang tilvísunarinnar.

Þarf ég tilvísun frá lækninum mínum til að heimsækja ForMotion Stoðtækjaþjónustu?

Til að eiga rétt á greiðslu eða endurgreiðslu þarftu tilvísun frá lækni eða sérfræðingi. Ef þú ert að leita að hjálpartækjum sem þú ætlar að borga fyrir sjálfur er tilvísun ekki nauðsynleg.

Mér var vísað til ForMotion Stoðtækjaþjónustu, hvernig veit ég að tilvísun sé móttekin?

Þú færð skriflega tilvísun frá lækninum þínum eða sérfræðingi sem þú verður að koma með í fyrsta viðtalið. Starfsfólk stoðtækjaþjónustunnar getur staðfest það við þig þegar þú bókar tíma. Þú getur líka skannað eða tekið mynd af tilvísun þinni og sent okkur hana í tölvupósti.

Greiðsla

Hvers konar greiðslumáta samþykkið þið?

Þú getur greitt með reiðufé, debetkorti eða kreditkorti hjá okkur. Í mörgum tilfellum greiða Sjúkratryggingar Íslands hluta af kostnaði við kaup á hjálpartækjum, en til þess þarf að fá "Umsókn um styrk til kaupa hjálpartækis" útfyllta af lækni.

Við erum með samning við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) varðandi kaup á stoðtækjum og spelkum. Sérfræðingar okkar leiðbeina fúslega um val á stuðningstækjum, m.a. með tilliti til samnings SÍ.

Ábendingar

Hvar get ég sent inn athugasemdir til ForMotion Stoðtækjaþjónustu?

Við viljum að öll reynsla af ForMotion Stoðtækjaþjónustu og starfsfólki okkar sé eins ánægjuleg og gagnleg og mögulegt er. Við vinnum með það að markmiði að hjálpa öllum viðskiptavinum okkar með nákvæmlega þær þarfir sem þeir hafa. Ef þú hefur haft jákvæða og gagnlega reynslu af þjónustunni hjá okkur, viljum við gjarnan heyra um það!

Á sama tíma, ef það er einhvern þáttur í þjónustunni sem betur má fara, viljum við vita af því og gera ráðstafanir til að finna lausn.   Ef það er mögulegt og þægilegt fyrir þig að ræða áhyggjur þínar beint við stoðtækjafræðinginn þinn, vinsamlegast gerðu það. Ef þér líður ekki vel að gera það eða hefur reynt án þess að fá viðunandi svar, vinsamlegast hafðu samband við okkur beint, í síma eða tölvupósti.

Um ForMotion

Hvað þýðir ForMotion?

ForMotion er alþjóðlegt net stoðtækjaþjónustuaðila í eigu Emblu Medical, móðurfélags Össurar. ForMotion Stoðtækjaþjónusta veitir viðskiptavinum alhliða stoðtækjaþjónustu og sérfræðiráðgjöf í vali og sérsmíði á stoðtækjum og spelkum frá Össuri og öðrum framleiðendum, allt eftir þínum þörfum. Með þessu tengist stoðtækjaþjónustan okkar alþjóðlegu teymi sérfræðinga í sama fagi sem leiðir til enn betri þjónustu við skjólstæðinga okkar hér á landi.

Nafnið ForMotion eða „fyrir hreyfingu“ lýsir markmiði okkar með því að vinna með þér: Að skilja persónuleika þinn, drifkraft þinn, hvað gerir þig að því sem þú ert, og hjálpa þér að viðhalda hreyfanleika í gegnum lífið. Nánar um ForMotion.

Eru laus störf hjá ForMotion?

Við höfum alltaf áhuga á að tengjast fólki sem deilir ástríðu okkar fyrir því að hjálpa fólki að lifa og hreyfa sig á þann hátt sem það vill. Farðu á starfasíðu okkar til að sjá lista yfir laus störf og læra meira um fyrirtækið okkar og menningu. Nánari upplýsingar.
Staðsetning

Hvar er ForMotion Stoðtækjaþjónusta staðsett?

Fáðu upplýsingar um heimilisfang og opnunartíma og pantaðu tíma hjá stoðtækjafræðingi.
Hafðu samband
ForMotion_Team_Lifestyle-Image_01
Velkomin til ForMotion
Mannauður
Laus störf
Hafðu samband
Hvar erum við?
Skjólstæðingar
Upplýsingar
Algengar spurningar
Fagaðilar
Um ForMotion
Veldu land
Iceland
Íslenska
© 2025, ForMotion Stoðtækjaþjónusta