Stoðtæki
Efri útlimir
Fyrir ofan olnboga
Fyrir neðan olnboga
Hendur og fingur
Neðri útlimir
Útlitsvörur
Hafðu samband
Efri útlimir
Stoðtækjaþjónusta fyrir efri útlimi
Stoðtækjafræðingar ForMotion vinna með þér að því að finna réttu lausnina og styðja þig við að byggja upp styrk, færni og hreyfanleika með nýja stoðtækinu þínu. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval sérsniðinna stoðtækja fyrir efri útlimi, sem eru hönnuð til að takast á við bæði flóknar áskoranir ásamt þeim kröfum sem fylgja virkni og lífsstíl einstaklinga með aflimanir á fyrir ofan olnboga, neðan olnboga og höndum.
Stoðtæki
Stoðtækjalausnir fyrir efri útlimi
Við hjá ForMotion skiljum það mikilvæga hlutverk sem stoðtækjalausnir geta gegnt í lífi þeirra einstaklinga sem við vinnum með. Við erum stöðugt að þróa stoðtækin áfram með nýsköpun og rannsóknum. Við erum staðráðin í að búa til sérsniðnar lausnir sem styðja þig í að lifa og hreyfa þig á þann hátt sem hentar þér. Hér fyrir neðan er yfirlit yfir þær fjölbreyttu stoðtækjalausnir fyrir efri útlimi sem við bjóðum upp á.
Útlitsvörur
Hannaðar til að líkjast sem mest þínum náttúrulega handlegg og hendi, á sama tíma og hann veitir viðbótarstuðning og stöðugleika. Létt bygging hjálpar einnig líkamanum að halda jafnvægi.
Mekanísk stoðtæki
Sterkbyggð og hagnýt lausn sem notar hreyfingar líkamans í gegnum snúrur tengda við beisli, sem gerir þér kleift að opna eða loka gervihendi með því að hreyfa öxl eða olnboga. Þessi stoðtæki geta verið með vélrænni hendi, krók eða sérhæfðum verkfærum.
Vöðvarafknúin stoðtæki
„Myo“ vísar til vöðva – þessar lausnir nota vöðvamerki til að veita stjórn og fínhreyfigetu. Rafskynjarar umbreyta rafmerkjum sem myndast þegar vöðvar í aflimuðum útlim spennast, og gera þannig kleift að stjórna gervihendi af mikilli nákvæmni. Í háþróuðum vöðvarafknúnum stoðtækjum er hægt að stjórna fingrum sérstaklega og og skipta á milli mismunandi gripa.
Samsett lausn
Sameinar mismunandi tegundir stoðtækjalausna til að auka fjölbreytni og stjórn. Til dæmis vöðvarafknúin gervihönd með vélrænum olnbogalið sem sameinar kosti beggja kerfa í einu stoðtæki.
Beinígrædd stoðtæki
Þessi tegund lausna festist beint við bein með títanfestingu. Beinígræðsla veitir meiri hreyfifrelsi og stöðuga, náttúrulega tengingu á sama tíma og hún útilokar þörf fyrir ermi.
Sérhæfð stoðtæki
Stoðtækjalausnir sem eru sérstaklega hannaðar til að bæta frammistöðu í íþróttum og æfingum eins og hjólreiðum, styrktarþjálfun, skíðaíþróttum og róðri. Hver lausn er sérhönnuð til að hjálpa þér að stunda það sem þú hefur gaman af.
Staðsetning
Hvar er ForMotion Stoðtækjaþjónusta til húsa?
Verið velkomin til okkar að Grjóthálsi 1-3, við erum með opið alla virka daga frá 08:30 – 16:00.