STOÐTÆKJAÞJÓNUSTA
Um ForMotion
Stoðtæki
Spelkur
Önnur þjónusta
Upplýsingar

Önnur þjónusta

Skór og innlegg
Stoðtæki fyrir börn
Þrýstingsvörur
Líkamsstaða og hreyfigeta
Hafðu samband
Lausnir

Þrýstingsvörur

Ertu með þreytta fætur, æðahnúta eða bjúg? Þarftu stuðning eftir aðgerð? Við hjá ForMotion Stoðtækjaþjónustu erum tilbúin að aðstoða. Við skoðum saman orsök einkenna og bjóðum upp á sérsniðna þrýstingssokka og þrýstingsermar sem henta líkama þínum og daglegu lífi.
FM_TEK_Lifestyle-Image_06
Þrýstingsvörur

Þrýstingssokkar og þrýstingsermar

ForMotion Stoðtækjaþjónusta býður upp á fjölbreytt úrval af þrýstingssokkum og þrýstingsermum, í mismunandi þrýstiflokkum og útfærslum. Í samráði við þig er ákveðið hvort þörf sé á meðferðarsokkum, vegna bjúgs eða tímabundnum sokkum eftir aðgerð eða áverka. Sérfræðingar okkar tryggja nákvæma mælingu og að þrýstingsvaran passi vel.

Við sogæðabjúg eða langvinna bláæðabilun geta meðferðarsokkar veitt réttan þrýsting til að koma í veg fyrir vökvasöfnun. Eftir aðgerð eða blóðtappa er oft byrjað með tímabundna sokka til að veita strax stuðning. Við bjúg í handleggjum eru notaðar sérhæfðar þrýstingsermar ef nauðsyn krefur með hanska eða fatla.
FM_TEK_Lifestyle-Image_04

Hvernig er rétta stærðin ákvörðuð?

Stoðtækjafræðingar ForMotion mæla hvaða stærð af þrýstingssokkum eða þrýstingsermum henta best. Við tökum nákvæmar mælingar á mismunandi stöðum á handlegg eða fótlegg. Með hliðsjón af læknisfræðilegri greiningu, lögun útlims og hreyfanleika, veljum við saman réttu vöruna. Við útskýrum einnig hvernig á að fara í sokkana eða ermina, hvernig á að nota vöruna og viðhalda henni.

Þrýstingssokkar vegna mismunandi sjúkdóma

Langvinn bláæðabilun

Langvinn bláæðabilun verður þegar lokur í bláæðum fótleggja lokast ekki rétt. Þetta veldur því að blóðið streymir ekki nægilega vel til baka til hjartans, sem getur leitt til vökvasöfnunar, þreytu í fótum, æðahnúta og í alvarlegum tilfellum opinna sára. Þrýstingssokkar styðja við blóðæðar og bæta blóðflæði.

Sogæðabjúgur

Sogæðabjúgur er vökvasöfnun í vefjum vegna skerts flæðis sogæðavökva. Þetta getur verið meðfætt eða komið fram eftir aðgerð, geislameðferð eða sýkingu. Algengt er að bjúgur myndist í handleggjum eða fótleggjum og valdi bólgu, spennu og þyngslatilfinningu. Þrýstingssokkar geta bætt flæði sogæðavökva og dregið úr einkennum.

Blóðtappi og segamyndun

Eftir blóðtappa í fæti geta einkenni eins og bólga, litabreytingar og verkir haldið áfram. Þrýstimeðferð hjálpar til við að koma í veg fyrir fylgikvilla og draga úr einkennum.
Ástæður

Einkenni og áhættuþættir

Einkenni

Sum einkenni í fótum geta bent til blóðrásarvandamála eða veikra bláæða. Þungir, þreyttir eða bólgnir fætur, heit tilfinning, kláði, krampi eða spennutilfinning geta verið merki um slíkt. Verkir í kálfum, bólgur við ökklann eða sýnilegar smáar æðar í húðinni geta einnig verið vísbendingar um æðavandamál á byrjunarstigi.

Ef þú ert í vafa, hafðu samband við heimilislækni sem getur metið hvort þrýstingssokkar henti þér.

Áhættuþættir

Ýmsir þættir geta aukið líkur á æðavandamálum, t.d. erfðir eða meðfæddir æðagallar. Aðrir þættir eru ofþyngd, langvarandi seta eða standandi vinna, reykingar, áfengisneysla, meðganga, notkun getnaðarvarnapillu, þungar lyftingar og þröng föt. Heit böð og miklar sólbaðsstundir geta einnig haft áhrif.

Þrýstingssokkar geta hjálpað til við að styðja blóðrásina, draga úr einkennum og koma í veg fyrir alvarlegri vandamál.
Þjónusta

Við tökum mið af þínum þörfum

Hjá ForMotion Stoðtækjaþjónustu tökum við mið af þínum þörfum, markmiðum og líkamlegri getu - sem við vitum að getur breyst með tímanum.

Tímapantanir

Það er auðvelt að panta tíma hjá sérfræðingum okkar hjá ForMotion Stoðtækjaþjónustu.

Stillingar og aðlögun 

Við tryggjum að stoðtækið þitt passi sem best og bjóðum upp á reglulegar stillingar eftir þörfum.

Greiðsluþátttaka

Við svörum með ánægju öllum spurningum um kostnað við kaup á stoðtækjum.

Tilvísanir

Hafðu samband við ForMotion Stoðtækjaþjónustu til að sjá hvort þú þarft tilvísun fyrir þá þjónustu sem þú óskar eftir.
Hafðu samband
FAQ

Algengar spurningar

Við höfum tekið saman svör við algengustu spurningunum um stoðtækjaþjónustu okkar og þá sérfræðiráðgjöf sem við bjóðum upp á.

Hvernig panta ég tíma?

Til þess að panta tíma hjá stoðtækjafræðingi getur þú sent okkur tölvupóst eða haft samband við okkur í síma 515 1300.

Þarf ég tilvísun frá lækninum mínum til að heimsækja ForMotion Stoðtækjaþjónustu? 

Til að eiga rétt á greiðslu eða endurgreiðslu þarftu tilvísun frá lækni eða sérfræðingi. Ef þú ert að leita að hjálpartækjum sem þú ætlar að borga fyrir sjálfur er tilvísun ekki nauðsynleg.

Við hverju get ég búist við í minni fyrstu heimsókn?

Fyrsta heimsókn þín til ForMotion Stoðtækjaþjónustu mun byrja með viðtali. Við munum spyrja þig spurninga um hvernig þér líður og hverju þú vilt áorka með því að vinna með okkur. Þetta hjálpar okkur að átta okkur á þínum þörfum og hefja samtal um hvaða lausn gæti hentað þér best. Eftir stutta líkamlega skoðun gætum við tekið gifsafsteypu, þrívíddarskönnun eða aðrar mælingar, allt eftir því hvaða lausn þú þarft og hentar þér. Við höfum fjölda lausna á lager hjá okkur, en ef við þurfum að búa til sérsniðna lausn, munum við skipuleggja tíma fyrir þig til að prófa hana og fá hana rétt stillta af stoðtækjafræðingi.

Hvers konar greiðslumáta samþykkið þið?

Þú getur greitt með reiðufé, debetkorti eða kreditkorti hjá okkur. Í mörgum tilfellum greiða Sjúkratryggingar Íslands hluta af kostnaði við kaup á hjálpartækjum, en til þess þarf að fá "Umsókn um styrk til kaupa hjálpartækis" útfyllta af lækni. Við erum með samning við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) varðandi kaup á stoðtækjum og spelkum. Sérfræðingar okkar leiðbeina fúslega um val á stuðningstækjum, m.a. með tilliti til samnings SÍ.
Upplýsingar

Gagnlegar upplýsingar

Við gerum okkur grein fyrir því að það getur verið erfitt eða ruglingslegt að finna rétta hjálpartækið. Þú getur fundið gagnlegt efni hér á síðunni okkar og ekki hika við að hafa samband við okkur til að fá svör við spurningum þínum. Við erum hér til að leiðbeina þér í gegnum allt ferlið.
Staðsetning

Hvar er ForMotion Stoðtækjaþjónusta til húsa?

Verið velkomin til okkar að Grjóthálsi 1-3, við erum með opið alla virka daga frá 08:30 – 16:00.
Nánari upplýsingar
ForMotion_map-graphic_en-global
Velkomin til ForMotion
Mannauður
Laus störf
Hafðu samband
Hvar erum við?
Skjólstæðingar
Upplýsingar
Algengar spurningar
Fagaðilar
Um ForMotion
Veldu land
Iceland
Íslenska
© 2025, ForMotion Stoðtækjaþjónusta