STOÐTÆKJAÞJÓNUSTA
Um ForMotion
Stoðtæki
Spelkur
Önnur þjónusta
Upplýsingar
Lausnir

Spelkur og stuðningsvörur

ForMotion býður upp á fjölbreytt úrval af spelkum sem eru sérsniðnar að þínum þörfum og hannaðar til að bæta hreyfanleika þinn. Sérfræðingar okkar hjálpa þér að finna réttu lausnina miðað við lífsstíl þinn, þarfir og daglegt líf.
Þjónusta

Stoðtækjaþjónusta fyrir spelkur

Sérfræðingar ForMotion vinna náið með þér til að finna og stilla þá spelku sem hentar þér best. Spelkurnar okkar eru fjölbreyttar og hannaðar til að létta á álagi, veita stuðning og leiðrétta stöðu á sem árangursríkastan hátt.
Rétt spelka getur hjálpað þér að jafna þig eftir meiðsli, linað verki eða leiðrétta meðfædda galla eða ástand í líkamanum. Hvort sem um er að ræða einfalda spelku eða flóknari stuðningvöru er hver lausn hönnuð og framleidd til að tryggja þægilegan stuðning og hreyfanleika.
ForMotion_Brace-Fitting_Lifestyle-Image
Spurningar

Algengar spurningar um spelkur

Við höfum tekið saman svör við algengustu spurningunum um spelkur.

Hvað gera spelkur?

Spelkur eru hannaðar til að leiðrétta hreyfingu, vernda ákveðin svæði líkamans og stuðla að bata við t.d. liðbandameiðslum, slitgigt, brotum og sinasliti. Fyrir börn með meðfædda kvilla geta spelkur stutt við heilbrigðan vöxt og komið í veg fyrir rangstöðu í liðum.

Þarf ég sérsniðna spelku?

Við minni meiðsli eða kvilla getur stöðluð spelka verið nóg. En við alvarlegri eða flóknari meiðsli eða meðfædda kvilla er sérsniðin lausn oft betri. Sérfræðingar okkar aðstoða þig við að velja rétta nálgun og tryggja að spelkan passi vel og hjálpi þér að endurheimta styrk, hreyfanleika og heilsu.

Þarf ég að vinna með sérfræðingi frá ForMotion?

Ef þér hefur verið vísað áfram af lækni eða heilbrigðisstarfsmanni, hittir þú stoðtækjafræðinga okkar til að ræða ástand þitt og markmið varðandi bata og hreyfanleika. Ef þú ert ekki með tilvísun en vilt fá leiðbeiningar um rétta lausn, þá er teymið okkar tilbúið að aðstoða. Hafðu samband til að bóka tíma.
Staðsetning

Hvar er ForMotion Stoðtækjaþjónusta til húsa?

Verið velkomin til okkar að Grjóthálsi 1-3, við erum með opið alla virka daga frá 08:30 – 16:00.
Nánari upplýsingar
ForMotion_map-graphic_en-global
Velkomin til ForMotion
Mannauður
Laus störf
Hafðu samband
Hvar erum við?
Skjólstæðingar
Upplýsingar
Algengar spurningar
Fagaðilar
Um ForMotion
Veldu land
Iceland
Íslenska
© 2025, ForMotion Stoðtækjaþjónusta