STOÐTÆKJAÞJÓNUSTA
Um ForMotion
Stoðtæki
Spelkur
Önnur þjónusta
Upplýsingar

Önnur þjónusta

Skór og innlegg
Bæklunarskór
Innlegg
Stoðtæki fyrir börn
Þrýstingsvörur
Líkamsstaða og hreyfigeta
Hafðu samband
Lausnir

Stoðtækjaþjónusta fyrir innlegg

Stoðtækjalausnir okkar hjálpa til við að draga úr óþægindum, leiðrétta skekkju og létta á þrýstipunktum hjá fólki sem þjáist af verkjum í fótum. Sérfræðingar okkar vinna með þér til að greina orsök verkjanna og finna árangursríka meðferð. Við mælum með sérsniðinni lausn í formi stoðkerfisinnleggs sem veitir stuðning og þægindi og hjálpar þér að hreyfa þig frjálst á þann hátt sem þú vilt.
FM_Inlay_Lifestyle-Image
Stoðtækjalausnir

Innlegg

Hjá okkur færðu sérhæfða þjónustu og faglega ráðgjöf við val á viðeigandi innleggjalausnum. Notkun rétts skófatnaðar og innleggja getur komið í veg fyrir ýmis vandamál tengd stoðkerfinu og margs konar kvillum á helstu álagspunktum líkamans (eins og t.d. mjóbaki, hnjám, ökklum og fótum).

Tilgangur með notkun innleggja getur verið margvíslegur og því eru til mismunandi tegundir af innleggjum eftir því hvaða markmiðum þeim er ætlað að ná. Ef einstaklingur verður var við þreytu í fótum eða óþægindi af einhverju tagi er ástæða til að skoða það hvort innlegg geti hjálpað. Við bjóðum upp á fjölbreyttar lausnir til að bæta líkamsstöðu, draga úr álagi á fætur og koma í veg fyrir meiðsli – allt á meðan þú hreyfir þig með meiri þægindum.

ForMotion Stoðtækjaþjónusta er með samning við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ), en í mörgum tilfellum greiðir SÍ hluta af kostnaði við kaup á innleggjum. Til þess þarf að fá umsókn frá lækni.

Sérfræðingar ForMotion Stoðtækjaþjónustu leiðbeina fúslega um val á innleggjum, m.a. með tilliti til samnings SÍ.
FM_Grinding-Insole_Close-up_Lifestyle-Image

Hvaða lausn hentar þér?

Tilbúin innlegg

 Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af tilbúnum innleggjum sem veita stuðning, þægindi og léttingu við algengum fótavandamálum. Sérfræðingar okkar greina líkamsstöðu og hreyfimynstur og veita sérsniðna aðlögun til að tryggja sem bestan árangur.

Tilbúin innlegg geta verið:
  • Þægileg innlegg sem draga úr höggum og veita dempun við daglega notkun
  • Innlegg fyrir íþróttir, sem veita aukna höggdeyfingu og stöðugleika fyrir kröfuharða hreyfingu
  • Þynnri innlegg með lágu sniði sem veita dempun í spariskóm og hælaskóm
  • Stuðningspúðar og önnur stuðningsinnlegg sem draga úr þrýstingi og hjálpa til að leiðrétta aflögun eða rangstöðu á framhluta fótarins

Sérsniðin innlegg

Ólíkt tilbúnum innleggjum sem veita almennan stuðning og þægindi eru sérsniðnar lausnir hannaðar út frá þínu einstaka hreyfimynstri og mótaðar sérstaklega að fótum þínum til að létta á ákveðnum svæðum, vernda og leiðrétta fót og ökkla.

Sérsniðin innlegg virka best í stöðugum, rúmgóðum skóm með lausum innleggjum, eins og venjulegum göngu- eða hlaupaskóm með stöðugan hælkappa. Flestar lausnir henta í skó sem þú notar daglega, en sumar kunna að krefjast stærri skóstærðar. Besti árangur næst í skóm þar sem hægt er að taka upprunalegu innlegginn úr, því þá getur þú sett þitt sérsniðna innlegg í staðinn.

Sérsniðin innlegg geta hentað vel ef þú glímir við eitt af eftirfarandi:
  • Hallux valgus (beinaber), flatar fætur, hamarstær eða Morton's taugahnút
  • Hælspora eða verki í hásin
  • Gigt eða sambærileg langvinn einkenni
  • Sykursýki (innlegg vernda gegn þrýstipunktum og koma í veg fyrir sáramyndun)
  • Mismunandi lengd á fótleggjum sem hefur áhrif á líkamsstöðu og göngu
  • Endurtekna verki í fótum, hnjám, mjöðmum eða baki vegna rangrar líkamsstöðu
 
Þjónusta

Við tökum mið af þínum þörfum

Hjá ForMotion Stoðtækjaþjónustu tökum við mið af þínum þörfum, markmiðum og líkamlegri getu - sem við vitum að getur breyst með tímanum.

Tímapantanir

Það er auðvelt að panta tíma hjá sérfræðingum okkar hjá ForMotion Stoðtækjaþjónustu.

Stillingar og aðlögun

Við tryggjum að stoðtækið þitt passi sem best og bjóðum upp á reglulegar stillingar eftir þörfum.

Greiðsluþátttaka

Við svörum með ánægju öllum spurningum um kostnað við kaup á stoðtækjum.

Tilvísanir

Hafðu samband við ForMotion Stoðtækjaþjónustu til að sjá hvort þú þarft tilvísun fyrir þá þjónustu sem þú óskar eftir.
Hafðu samband
FAQ

Algengar spurningar

Við höfum tekið saman svör við algengustu spurningunum um stoðtækjaþjónustu okkar og þá sérfræðiráðgjöf sem við bjóðum upp á.

Hvernig panta ég tíma?

Til þess að panta tíma hjá stoðtækjafræðingi getur þú sent okkur tölvupóst eða haft samband við okkur í síma 515 1300.

Þarf ég tilvísun frá lækninum mínum til að heimsækja ForMotion Stoðtækjaþjónustu?

Til að eiga rétt á greiðslu eða endurgreiðslu þarftu tilvísun frá lækni eða sérfræðingi. Ef þú ert að leita að hjálpartækjum sem þú ætlar að borga fyrir sjálfur er tilvísun ekki nauðsynleg.

Við hverju get ég búist við í minni fyrstu heimsókn?

Fyrsta heimsókn þín til ForMotion Stoðtækjaþjónustu mun byrja með viðtali. Við munum spyrja þig spurninga um hvernig þér líður og hverju þú vilt áorka með því að vinna með okkur. Þetta hjálpar okkur að átta okkur á þínum þörfum og hefja samtal um hvaða lausn gæti hentað þér best. Eftir stutta líkamlega skoðun gætum við tekið gifsafsteypu, þrívíddarskönnun eða aðrar mælingar, allt eftir því hvaða lausn þú þarft og hentar þér. Við höfum fjölda lausna á lager hjá okkur, en ef við þurfum að búa til sérsniðna lausn, munum við skipuleggja tíma fyrir þig til að prófa hana og fá hana rétt stillta af stoðtækjafræðingi.

Hvers konar greiðslumáta samþykkið þið?

Þú getur greitt með reiðufé, debetkorti eða kreditkorti hjá okkur. Í mörgum tilfellum greiða Sjúkratryggingar Íslands hluta af kostnaði við kaup á hjálpartækjum, en til þess þarf að fá "Umsókn um styrk til kaupa hjálpartækis" útfyllta af lækni. Við erum með samning við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) varðandi kaup á stoðtækjum og spelkum. Sérfræðingar okkar leiðbeina fúslega um val á stuðningstækjum, m.a. með tilliti til samnings SÍ.
Upplýsingar

Gagnlegar upplýsingar

Við gerum okkur grein fyrir því að það getur verið erfitt eða ruglingslegt að finna rétta hjálpartækið. Þú getur fundið gagnlegt efni hér á síðunni okkar og ekki hika við að hafa samband við okkur til að fá svör við spurningum þínum. Við erum hér til að leiðbeina þér í gegnum allt ferlið.
Staðsetning

Hvar er ForMotion Stoðtækjaþjónusta til húsa?

Verið velkomin til okkar að Grjóthálsi 1-3, við erum með opið alla virka daga frá 08:30 – 16:00.
Nánari upplýsingar
ForMotion_map-graphic_en-global
Velkomin til ForMotion
Mannauður
Laus störf
Hafðu samband
Hvar erum við?
Skjólstæðingar
Upplýsingar
Algengar spurningar
Fagaðilar
Um ForMotion
Veldu land
Iceland
Íslenska
© 2025, ForMotion Stoðtækjaþjónusta